Gilsbunga

Leiðin hefst við norðurenda götunnar Háuhlíðar á Sauðárkróki, upp að Gilsbungu og aftur til baka. Ferðin hefst á göngu eftir jeppavegi sem liggur allt suður að vatnsveitumannvirkjum við rætur Gilsbungu. Á leiðinni er farið í gegnum hvítt hlið. Góð gönguleið. Mesta hæð við rætur Gilsbungu er um 500 m.y.s. Til viðbótar er ganga á Staðaröxl, 836 m.y.s. og/eða Gilsbungu, 842 m.y.s., erfiðisins virði með frábæru útsýni. Stytta má leiðina og ganga aðeins að umhverfislistaverkinu Útsjón eftir Ægi Ásbjörnsson sem stendur við kletta fyrir ofan bæinn Brennigerði.

Einhverjar spurningar?

Ekki hika við að hafa samband.