Flýtilyklar
Keldudalur
Í Keldudal í Hegranesi í Skagafirði er boðið upp á gistingu í tveimur sumarhúsum. Hægt er að taka húsin á leigu í eina eða fleiri nætur.
Leifshús er tveggja hæða, með 3 herbergjum, 2 stofum og vel búnu eldhúsi. Tvö baðherbergi, bæði með sturtu, sjónvarp og þvottavél. Verönd með garðhúsgögnum og kolagrilli. Hægt að leigja gasgrill. Hentar vel fyrir 2-3 fjölskyldur eða litla hópa. Pláss fyrir 8 manns í rúmum, auk þess 4 svefnsófar og 4 gestarúm. Heitur pottur fyrir 8 manns.
Gestahúsið er tveggja hæða. Á efri hæð eru tvö herbergi með tvíbreiðu rúmi, svefnloft, stofa, vel búið eldhús og rúmgott baðherbergi. Alls 52 m2. Sjónvarp með DVD, útvarp og þvottavél. Verönd með garðhúsgögnum og kolagrilli. Á neðri hæð eru að auki tvö herbergi og baðherbergi með sturtu. Tvíbreitt rúm, borðstofuborð og sjónvarp í öðru herberginu en í hinu er koja, borð og eldunaraðstaða, tvær hellur, ísskápur og kaffivél. Fataskápar eru í herbergjum. Herbergi á neðri hæð má bæði leigja sér eða með efri hæð.